Leikskólabörn syngja í Siglufjarðarkirkju

Leikskólabörn syngja í Siglufjarðarkirkju Það er nóg að gera hjá börnunum í leikskólanum Leikskálum á aðventunni. Þriðjudaginn 17. desember fóru börnin á

Fréttir

Leikskólabörn syngja í Siglufjarðarkirkju

Það er nóg að gera hjá börnunum í leikskólanum Leikskálum á aðventunni.
 
Þriðjudaginn 17. desember fóru börnin á leikskólanum í kirkjuna þar sem séra Sigurður tók á móti þeim.
 
Sigurður fræddi þau um aðventuna og aðventukransinn og höfðu allir gaman að því og börnin, leikskólakennararnir og Siggi prestur sungu nokkur jólalög.
 
Það var ekki annað að heyra á börnunum en að þau hafi skemmt sér ljómandi vel og voru hæstánægð með þetta.
 
leikskólabörn
 
JHB_2013.12.19_
 
JHB_2013.12.19_
 
JHB_2013.12.19_Séra Sigurður að ræða við börnin um aðventuna.
 


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst