Leikskólinn í Ólafsfirði

Leikskólinn í Ólafsfirði Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember. Þessi vika er jafnframt vika bókar í Leikskóla Fjallabyggðar. Í tilefni af

Fréttir

Leikskólinn í Ólafsfirði

Hópurinn á Siglufirði
Hópurinn á Siglufirði

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember. Þessi vika er jafnframt vika bókar í Leikskóla Fjallabyggðar. Í tilefni af því fóru elstu börnin á Leikhólum í Ólafsfirði í heimsókn á Bókasafn Fjallabyggðar á Siglufirði.

Þar var mjög vel tekið á móti þeim. Rósa sýndi þeim bókasafnið og barnahornið sem er mjög glæsilegt. Rósa las ljóð eftir Þórarinn Eldjárn fyrir börnin og svo fengu þau að skoða bækur og fara í leiki. Eftir heimsóknina fóru börnin í stutta gönguferð um bæinn og svo til baka með rútunni.

Kveðja: Olga Gísladóttir, skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar.



Texti: Aðsendur
Myndir: GJS






Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst