Sumarhátíð Leikskólans

Sumarhátíð Leikskólans Okkar árlega sumarhátíð var haldin í dag, leikskólabörn, forledrar, systkini, frændur og fræknur, ömmur og afar komu saman og

Fréttir

Sumarhátíð Leikskólans

Okkar árlega sumarhátíð var haldin í dag, leikskólabörn, forledrar, systkini, frændur og fræknur, ömmur og afar komu saman og gerðu sér glaðan dag á leikskólanum.

Það var margt í boði fyrir mannskapinn: Söngur, andlitsmálning, grillaðar pylsur, hestar, vatnsblöðrumálverk, myndlistasýning og hoppukastali.

Það eru margir sem koma að sumarhátíðinni til að gera hana eins glæsilega og hún er. Foreldrafélag Leikskólans styrkir nemendur úr 9. bekk sem koma og bjóða börnum upp á andlitsmálningu. Guðný Eygló og Anna Día Baldvinsdætur komu með hestana sína og teymdu undir börnin.

Það sem stóð upp úr hjá börnunum  í dag var hoppukastali sem Kiwanisklúbburinn Skjöldur bauð upp á.

 

 

Beðið eftir að komast á hestbak

Vinsæll hoppukastali


Boðið upp á pilsur og djús



Takk fyrir okkur. Leikskólinn Leikskálar. Kveðja Kristín.

Myndir: GJS




Athugasemdir

17.september 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst