Lengi er von á einum

Lengi er von á einum Lengi er von á einum örbylgjuofni eða svo, en Kvenfélagið Von gaf Siglufjarðarkirkju örbylgjuofn á Þorláksmessu, græju sem sárvantað

Fréttir

Lengi er von á einum

Lengi er von á einum örbylgjuofni eða svo, en Kvenfélagið Von gaf Siglufjarðarkirkju örbylgjuofn á Þorláksmessu, græju sem sárvantað hefur í kirkjuna um nokkurt skeið og kemur sér því mjög vel. 

Þeir þekkja vel til popplyktarinnar krakkarnir og foreldrarnir í barnamessunum þegar þeir mæta uppá kirkjuloft en fermingarbörnin sjá um að framreiða popp í kílóavís marga sunnudaga yfir veturinn. Hugsanlega má nú nota öbbann til að létta undir poppframreiðslunni en hann má að sjálfsögðu nota til margra annarra verka. 

Eins og segir á siglfirdingur.is hefur sárvantað örbylgjuofn í kirkjuna, en nánar má lesa um gjöfina hér.


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst