Lið grunnskóla Fjallabyggðar vann Skólahreysti keppnina á Akureyri!

Lið grunnskóla Fjallabyggðar vann Skólahreysti keppnina á Akureyri! Lið grunnskóla Fjallabyggðar vann Skólahreysti keppnina sem haldin var á Akureyri

Fréttir

Lið grunnskóla Fjallabyggðar vann Skólahreysti keppnina á Akureyri!

Jakob Snær og Gabríel
Jakob Snær og Gabríel

Lið grunnskóla Fjallabyggðar vann Skólahreysti keppnina sem haldin var á Akureyri miðvikudaginn 20. mars síðastliðin, en krakkarnir fengu samtals 56 stig.

Varmahlíðarskóli var næstur með 47,5 stig og Blönduósskóli og Þingeyjarskóli deildu þriðja sæti með 46,5 stig. Þess má geta að Gabríel Frostason frá Grunnskóla Fjallabyggðar tók flestar upphífingar á mótinu eða 32 stk.

Fjallabyggð var í 9. riðli ásamt 10 öðrum skólum á Norðurlandi utan Akureyrar. Þeir skólar sem vinna sinn riðil fara síðan áfram í úrslitakeppnina sem haldin er í Reykjavík 2. Maí. Að auki fara tveir stigahæstu skólarnir úr öðru sæti riðlanna í úrslitakeppnina. Strákarnir í liði Fjallabyggðar eru Siglfirskir en stúlkurnar, Erla Marý og Eydís, frá Ólafsfirði. Jakob Snær er sonur Árna Skarphéðinssonar og Gíslínu Salmannsdóttur og Gabríel er sonur Elínar Þorsteinsdóttur og Frosta frá Patreksfirði.

Megnið af þessum upplýsingum koma frá Þórarni Hannessyni og þökkum við honum kærlega fyrir og svo er hægt að skoða skolahreysti.is til þess að kynna sér þennan frábæra árangur nánar.
Það er óhætt að segja að Fjallabyggð eigi flotta og efnilega krakka og siglo.is óskar Grunnskóla Fjallabyggðar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Skólahreysti

Hressar stöllu, þær Erla Marý og Eydís, úr Ólafsfirði

Skólahreysti

Ágætis orka í þessum pökkum frá MS.

Skólahreysti

Krakkarnir stolltir í sjónvarpsviðtali.

Skólahreysti

Erla Marý og Eydís rúlluðu upp sjónvarpsviðtalinu eins og keppninni.

 

Myndir tók Þórarinn Hannesson.
Textasmiður, Hrólfur Baldursson


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst