Líflegt í skíðabrekkunum í Skarðsdal

Líflegt í skíðabrekkunum í Skarðsdal Líflegt hefur verið í siglfirskum skíðabrekkum í Skarðsdal í vetur og fjöldi ferðamanna lagt leið sína þangað.,,

Fréttir

Líflegt í skíðabrekkunum í Skarðsdal

Gott veður var á skíðasvæðum víða um land í gær og margir í brekkunum. Myndin er úr Skarðsdal. mbl.is/ Sigurður
Gott veður var á skíðasvæðum víða um land í gær og margir í brekkunum. Myndin er úr Skarðsdal. mbl.is/ Sigurður

Líflegt hefur verið í siglfirskum skíðabrekkum í Skarðsdal í vetur og fjöldi ferðamanna lagt leið sína þangað.,, Það eru göngin,  ekki spurning, " segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, spurður um þessa auknu aðsókn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður að fólk komi ýmist akandi að sunnan eða með flugi til Akureyrar og keyri þaðan.
Margir stórir hópar hafa verið á ferð í vetur, skólahópar og ýmsir aðrir. Undanfarið hafi verið samvinna á milli skíðasvæðanna í Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík og margir nýtt sér möguleika á að nýta sama skíðakortið á öllum stöðum.

,, Héðinsfjarðargöngin opna margvíslega möguleika, vetur sem sumar og vegalengdir eru svo miklu styttri en áður," segir Sigurður.

Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst