Listaganga 2011

Listaganga 2011 Hin árlega Listaganga Ferðafélags Siglufjarðar verður miðvikudaginn 14. desember kl. 18.00. Gengið verður frá jólatrénu á

Fréttir

Listaganga 2011

Hin árlega Listaganga Ferðafélags Siglufjarðar verður miðvikudaginn 14. desember kl. 18.00. Gengið verður frá jólatrénu á Ráðhústorgi á Siglufirði. Listafólk opnar vinnustofur sínar og gallerí fyrir gestum og gangandi.

Göngunni lýkur á Kaffi Rauðku þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Stúlli og Gómar verða með jólaskemmtun eins og þeim einum er lagið. Ferðafélagið verður með sýningu á myndum úr göngum sumarsins. Það kostar 500 kr. í gönguna, jólaskemmtunin er innifalin í því verði. Fyrir þá sem vilja eingöngu koma á jólaskemmtunina sem hefst kl. 21.00, kostar 500 kr.

Texti og mynd: Elín Þorsteinsdóttir


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst