Ljóðahátíðin Glóð

Ljóðahátíðin Glóð Ljóðahátíðin Glóð verður haldin í sjötta sinn dagana 13.-15 september nk. Það eru Félag um Ljóðasetur Íslands og Ungmennafélagið Glói

Fréttir

Ljóðahátíðin Glóð

Ljóðahátíðin Glóð verður haldin í sjötta sinn dagana 13.-15 september nk. Það eru Félag um Ljóðasetur Íslands og Ungmennafélagið Glói sem standa að hátíðinni líkt og undanfarin ár og Fjallabyggð styrkir hana.

Aðalgestir í ár eru ljóðskáldið Ingunn Snædal og leikarinn og ljóðskáldið Sigurður Skúlason en auk þess láta heimamenn töluvert að sér kveða að venju.

Til þessa hefur hátíðin einungis farið fram á Siglufirði en nú verður einn liður hátíðarinnar í Ólafsfirði en það er hinn margrómaði einleikur Sigurðar Skúlasonar "Hvílíkt snilldarverk er maðurinn" sem byggður er á höfundarverki Williams Shakespears í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Sú sýning verður í Tjarnarborg föstudagskvöldið 14. sept. kl. 20.00.

Vert er að vekja athygli á því að Ljóðasetrið selur notaðar ljóðabækur á 25% afslætti meðan hátíðin stendur yfir.

13. 9    Ljóðalestur á vinnustöðum kl. 15.00 – 16.30

Fim.    Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar flytja ljóð fyrir bæjarbúa

Ljóðakvöld í Ljóðasetrinu kl. 19.15

Ingunn Snædal og Sigurður Skúlason koma fram

14. 9    Ljóðalestur í Grunnskóla Fjallabyggðar

Föst.    Ingunn Snædal les eigin ljóð fyrir nemendur eldri deildar

Ljóðalestur á Skálarhlíð kl. 15.30

Sigurður Helgi Sigurðsson lítur í heimsókn og les fyrir heimilisfólk og gesti

Ljóðræn myndlistarsýning í Ráðhússal kl. 14.00 – 17.00

Á sýningunni eru myndir úr listaverkasafni Fjallabyggðar og ljóð sem nemendur úr 8. og 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar ortu við þær í ljóðasamkeppni hátíðarinnar

Úrslit í ljóðasamkeppni – Ráðhússalur kl. 16.30

Úrslit í samkeppni nema við Grunnskóla Fjallabyggðar kunngjörð og vinningsljóðin flutt

Hvílíkt snilldarverk er maðurinn“  í Tjarnarborg kl. 20.00

Einleikur eftir Sigurð Skúlason og Benedikt Árnason byggður á höfundarverki Williams Shakespeare í þýðingu  Helga Hálfdánarsonar. Leikari er Sigurður Skúlason og Benedikt sér um leikstjórn. Aðgangseyrir aðeins 1.500 kr.

15.9     Ljóðasetur – Ljóð og lög kl. 16.00

Laug.  Þórarinn Hannesson les úr verkum sínum og flytur frumsamin lög við ljóð ýmissa skálda.

Ljóðasetur – Sagt frá merkum bókum kl. 17.00

Forstöðumaður sýnir og segir frá ýmsum merkum bókum á setrinu

Kvöldstund í Ljóðasetrinu kl. 20.00 – 22.00 

Kertaljós, ljóðalestur og tónlist í bland við léttar veitingar.

Fram koma: Páll Helgason, Sigurður Helgi Sigurðsson, Þórarinn Hannesson, Þorsteinn Sveinsson, Guðni Brynjólfur Ásgeirsson o.fl.

 Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands

Fjallabyggð styrkir hátíðina




 



 





Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst