Ljóðahátíðin Glóð
Aðalgestir í ár eru ljóðskáldið Ingunn Snædal og leikarinn og ljóðskáldið Sigurður Skúlason en auk þess láta heimamenn töluvert að sér kveða að venju.
Til þessa hefur hátíðin einungis farið fram á Siglufirði en nú verður einn liður hátíðarinnar í Ólafsfirði en það er hinn margrómaði einleikur Sigurðar Skúlasonar "Hvílíkt snilldarverk er maðurinn" sem byggður er á höfundarverki Williams Shakespears í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Sú sýning verður í Tjarnarborg föstudagskvöldið 14. sept. kl. 20.00.
13. 9 Ljóðalestur á vinnustöðum kl. 15.00 – 16.30
Fim. Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar flytja ljóð fyrir bæjarbúa
Ljóðakvöld í Ljóðasetrinu kl. 19.15
Ingunn Snædal og Sigurður Skúlason koma fram
14. 9 Ljóðalestur í Grunnskóla Fjallabyggðar
Föst. Ingunn Snædal les eigin ljóð fyrir nemendur eldri deildar
Ljóðalestur á Skálarhlíð kl. 15.30
Sigurður Helgi Sigurðsson lítur í heimsókn og les fyrir heimilisfólk og gesti
Ljóðræn myndlistarsýning í Ráðhússal kl. 14.00 – 17.00
Á sýningunni eru myndir úr listaverkasafni Fjallabyggðar og ljóð sem nemendur úr 8. og 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar ortu við þær í ljóðasamkeppni hátíðarinnar
Úrslit í ljóðasamkeppni – Ráðhússalur kl. 16.30
Úrslit í samkeppni nema við Grunnskóla Fjallabyggðar kunngjörð og vinningsljóðin flutt
„Hvílíkt snilldarverk er maðurinn“ í Tjarnarborg kl. 20.00
Einleikur eftir Sigurð Skúlason og Benedikt Árnason byggður á höfundarverki Williams Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikari er Sigurður Skúlason og Benedikt sér um leikstjórn. Aðgangseyrir aðeins 1.500 kr.
15.9 Ljóðasetur – Ljóð og lög kl. 16.00
Laug. Þórarinn Hannesson les úr verkum sínum og flytur frumsamin lög við ljóð ýmissa skálda.
Ljóðasetur – Sagt frá merkum bókum kl. 17.00
Forstöðumaður sýnir og segir frá ýmsum merkum bókum á setrinu
Kvöldstund í Ljóðasetrinu kl. 20.00 – 22.00
Kertaljós, ljóðalestur og tónlist í bland við léttar veitingar.
Fram koma: Páll Helgason, Sigurður Helgi Sigurðsson, Þórarinn Hannesson, Þorsteinn Sveinsson, Guðni Brynjólfur Ásgeirsson o.fl.
Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands
Fjallabyggð styrkir hátíðina
Athugasemdir