Einar Már les í dag í Kaffi Rauđku
Ţessa dagana fer ljóđahátíđin Glóđ fram hér á Siglufirđi en
ţetta er fimmta áriđ í röđ sem hátíđin er haldin. Ţađ eru Ungmennafélagiđ Glói
og Félag um Ljóđasetur Íslands sem standa ađ hátíđinni.

Einar Már Guđmundsson. Mynd tekin af netinu.
Hátíđin hófst á fimmtudag, međ venjubundnum hćtti , ţegar nemendur úr 6. bekk Grunnskóla Fjallabyggđar gengu á millli vinnustađa og lásu ljóđ fyrir bćjarbúa. Var ţeim alls stađar vel tekiđ og fólk var ánćgt ađ fá smá andlega nćringu í annríki dagsins.
Guđmundur, Elín Helga, Sigríđur Ása og Hjörvar, ađ lesa ljóđ á vinnustöđum.
Á fimmtudagskvöld var afar skemmtilegt Ungskáldakvöld í Gránu ţar sem Gréta Kristín Ómarsdóttir,sem ólst upp á Siglufirđi, og Vilhjálmur Bergmann Bragason fóru á kostum í lestri sinna ljóđa. Á föstudag las Ţórarinn Hannesson úr verkum sínum í Grunnskóla Fjallabyggđar og í Skálarhlíđ og seinni part föstudags var frumsýnd fyrir fullu húsi í Ljóđasetrinu ný leikgerđ um ćvi og kveđskap Lauga pósts. Er ţessi dagskrá í tali og tónum og komu bćđi leikarar og tónlistarfólk ađ uppsetningunni.
Gréta Kristín Ómarsdóttir ađ lesa ljóđ í Gránu.
Vilhjálmur Bergmann Bragason, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Ţórarinn Hannesson.
Á föstudagskvöld fór Páll Helgason á kostum fyrir fullu húsi í Ţjóđlagasetrinu. Ţar flutti hann limrur sínar af fólkinu á Brekkunni en ţessi limruflokkur er um eftirminnilegt fólk frá ćskudögum Páls á svćđinu fram af kirkjunni , en ţar stóđu mun fleiri hús en nú og var ţessi hluti bćjarins kallađur Brekkan. Limrurnar eru stuttar svipmyndir af ţessu fólki, ortar af virđingu fyrir viđfangsefnunum en leiftrandi af grćskulausu gríni eins Páls er háttur. Inn á milli bćtti Páll svo viđ ýmsum sögum af fólkinu og sagđi frá lífi ţeirra og ađstćđum. Ţessi skemmtun var á viđ besta uppistand og voru hláturverkir í kinnum og kviđ viđstaddra ţegar Páll hafđi lokiđ flutningum.
Páll og Ţórarinn.
Páll Helgason.
Kristján, Örlygur og Páll.
Ţórarinn ađ ţakka gestum fyrir komuna.
Hátíđinni lýkur í dag međ ţremur viđburđum. Sem fyrr segir les Einar Már úr verkum sínum í Kaffi Rauđku kl. 15.30., úrslit í ljóđasamkeppni hátíđarinnar verđa kunngjörđ í Ráđhússalnum kl. 17.00 og ţar geta gestir skođađ öll ljóđin sem urđu til í keppninni ásamt málverkunum sem ţau voru ort út frá. Hátíđinni lýkur svo međ opnu húsi í Ljóđasetrinu í kvöld ţar sem verđur bođiđ upp á gítarspil, söng, ljóđalestur og léttar veitingar.
Texti: Ţórarinn HannessonMyndir: GJS
Athugasemdir