Vel sótt Vinjettuhátíð í Ljóðasetrinu

Vel sótt Vinjettuhátíð í Ljóðasetrinu Í gærkvöldi var haldin Vinjettuhátíð í Ljóðasetrinu á Siglufirði. Ármann Kr. Reynisson las þar úr bókum sínum og

Fréttir

Vel sótt Vinjettuhátíð í Ljóðasetrinu

Ármann Kr. Reynisson
Ármann Kr. Reynisson

Í gærkvöldi var haldin Vinjettuhátíð í Ljóðasetrinu á Siglufirði. Ármann Kr. Reynisson las þar úr bókum sínum og fékk auk þess þrjá lesara með sér þær Þórhildi Sölvadóttur, Helgu Guðrúnu Sigurgeirsdóttur og Guðrúnu Ingimundardóttur.

Lesið var fyrir fullu húsi, tæplega 40 manns, og var gerður góður rómur af sögunum og upplestri þeirra.

Á milli lestra var boðið upp á tónlistaratriði. Sturlaugur Kristjánsson lék á nikkuna, Þórarinn Hannesson flutti frumsamið lag og félagar úr kvæðamannafélaginu Rímu fluttu nokkur íslensk þjóðlög. Auk þess las Helga Luna, listakona frá Ólafsfirði, úr ljóðabók sinni.

Var þetta sérstaklega vel lukkuð kvöldstund og var Ármann ákaflega ánægður með móttökurnar á Siglufirði en Siglufjörður er 31. bæjarfélagið þar sem hann heldur svona hátíð.

Þórhildur Sölvadóttir

Helga Guðrún Sigurgeirsdóttir og Þórarinn Hannesson

Guðrún Ingimundardóttir


Kvæðamannafélagið Ríma

Valur Þór Hilmarsson. Helga Luna, listakona frá Ólafsfirði, las úr ljóðabók sinni.


Sturlaugur Kristjánsson

Þórarinn og Sturlaugur

Þórarinn Hannesson


Ármann Kr.Reynisson.

Texti: Þórarinn Hannesson.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson.


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst