Ljóðasetrið í kvöld

Ljóðasetrið í kvöld Ljóðskáldið Kätlin Kaldmaa kemur fram í Ljóðasetrinu annað kvöld kl. 21.00, fimmtudag 5. sept. Hún les úr verkum sínum og syngur okkur

Fréttir

Ljóðasetrið í kvöld

Eistnenskt ljóðskáld í Ljóðasetrinu annað kvöld

Ljóðskáldið Kätlin Kaldmaa kemur fram í Ljóðasetrinu annað kvöld kl. 21.00, fimmtudag 5. sept. Hún les úr verkum sínum og syngur okkur jafnvel líka eistnesk þjóðlög!
Er þetta fyrsti liðurinn í ljóðahátíðinni Glóð þetta árið, en hátíðin verður með nokkru öðru sniði en venja er þar sem dagskrárliðum hátíðarinnar verður dreift yfir septembermánuð í stað þess að hafa þá alla á þremur dögum. 

Kätlin er frá Tallin í Eistlandi, hún er ljóðskáld, þýðandi og bókmenntafræðingur. Hún hefur gefið út fjórar ljóðabækur, tvær barnabækur, sjálfsævisögulegt fræðirit og fyrsta skáldsaga hennar Engin fiðrildi á Íslandi kom út sl. vor. Ljóð hennar hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Hún er forseti eistneska PEN.

Þriðjudaginn 10. september gefst Reykvíkingum og gestum borgarinnar tækifæri til að kynnast rithöfundum hvaðanæva að úr heiminum, m.a. Kätlin, en þá býður Bókmenntaborgin Reykjavík upp á upplestra utan dagskrár í tengslum við heimsþing PEN og Bókmenntahátíð í Reykjavík.

Kätlin dvelur í Herhúsinu á Siglufirði um þessar mundir og er þetta þriðja heimsókn hennar í gestavinnustofuna. Þar dvaldi hún fyrst um áramótin 2009-2010 og svo kom hún aftur í júní 2010 og hefur dvölin á Íslandi haft djúp áhrif á hana. 

Mynd:Toomas Volmer


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst