Ari Trausti og Ragnar Ingi lesa í Ljóðasetrinu í dag
sksiglo.is | Almennt | 11.07.2012 | 21:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 232 | Athugasemdir ( )
Í dag, fimmtudaginn 12. Júlí, kl. 16.00 mæta góðir gestir í Ljóðasetrið og lesa úr verkum sínum. Þetta eru þeir Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Ari Trausti Guðmundsson.
Báðir eru þeir góð ljóðskáld og Ragnar Ingi er flestum fróðari um kveðskap Íslandinga og hina ýmsu bragarhætti, enda skrifað doktorsritgerð í þeim fræðum. Það er því um að gera að mæta í Ljóðasetrið og eiga góða stund með þessum fjölfróðu mönnum.Texti: ÞH
Mynd: GJS
Athugasemdir