Askan truflar ljóðalestur

Askan truflar ljóðalestur Í gær var von á hópi ljóðskálda, sem kenna sig við Gjábakka í Kópavogi, í heimsókn á Ljóðasetrið. Þó svo að setrið sé ekki

Fréttir

Askan truflar ljóðalestur

Myndir úr ljóðasetrinu
Myndir úr ljóðasetrinu

Í gær var von á hópi ljóðskálda, sem kenna sig við Gjábakka í Kópavogi, í heimsókn á Ljóðasetrið. Þó svo að setrið sé ekki alveg klárt og verði ekki opnað formlega fyrr en 8. júlí vildi þessi góði hópur endilega fá að skoða setrið og lesa úr nýútkominni bók sinni.

.

Meðlimir hópsins hittast einu sinni í viku yfir vetrartímann lesa saman ljóð og semja og afrakstur vetrarins kemur svo út í bók á vorin. En náttúruöflin gripu í taumana, ekki var hægt að fljúga til Akureyrar vegna öskunnar úr eldsumbrotunum í Grímsvötnum,  þannig að ekkert varð af heimsókninni að þessu sinni, en það á að reyna aftur síðar.

Nokkrir heimamenn voru mættir til að hlýða á gestina en gripu í tómt.  Þeim varð að nægja, að þessu sinni, félagsskapur hvors annars, og leiddist það svo sem ekki, auk þess að skoða þá muni, bækur og myndir sem stillt hafði verið upp fyrir gestina. Einnig sagði Þórarinn, forstöðumaður setursins, þeim frá stórfenglegri gjöf sem setrinu barst á dögunum.

Þar er um að ræða bókagjöf sem fyllir 28 kassa og er þar að finna margar merkar bækur og þýðingarmiklar fyrir setrið og starfsemi þess.  Á fomlegum vígsludegi Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði, þann 8. júlí nk., verður gerð nánari grein fyrir þessari gjöf og þeim velgjörðarmönnum sem standa að baki henni.

Þess má geta að lokum að alla opnunardaga setursins verður boðið upp á lifandi dagskrá; ljóðalestur, tónlist, fyrirlestra, barnadagskrár, söng, sagnamenn og hagyrðingar líta í heimsókn, kveðist verður á, fjallað um ákveðin ljóðskáld, leikþættir verða sýndir o.fl. o.fl. Nú þegar hafa nokkur ljóðskáld boðað komu sína og munu þau lesa úr verkum sínum fyrir gesti setursins

Páll, Sigurbjörg, Þórarinn og Kristín.

Sigurður, Sigurbjörg, Páll, Þórarinn, Örlygur.

Mynd og ljóð á veggnum af Ingólfi Jónssyni frá Prestbakka.

Þórarinn og Ásdís Kjartansdóttir.

Þórarinn Hannesson og Viðar Hreinsson rithöfundur.

Texti. Þórarinn

Ljósm. GJS





Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst