Matthías leggur Ljóðasetrinu lið

Matthías leggur Ljóðasetrinu lið Matthías Johannessen skáld hefur afhent Ljóðasetri Íslands á Siglufirði tugi ljóðabóka eftir sig og aðra. Verða þær

Fréttir

Matthías leggur Ljóðasetrinu lið

Matthías og Þórarinn á Hótel Sögu í gær.
Matthías og Þórarinn á Hótel Sögu í gær.

Matthías Johannessen skáld hefur afhent Ljóðasetri Íslands á Siglufirði tugi ljóðabóka eftir sig og aðra.

Verða þær komnar á sinn stað þegar setrið verður vígt föstudaginn 8. júlí. Matthías hitti Þórarinn Hannesson, forstöðumann Ljóðasetursins, í Reykjavík í gær, lýsti mikilli ánægju með hugmyndina og taldi Siglufjörð tilvalinn stað fyrir setrið, enda væri hann menningarbær frá fornu fari.

Matthías vann á Siglufirði í tvö sumur á skólaárum sínum, í verksmiðjunum og tollinum. Matthías afhenti Þórarni óbirt ljóð sem verður flutt við vígsluna. Þá lýsti Matthías áhuga á að heimsækja Siglufjörð og lesa þar upp nokkur ljóð eftir sig, líkt og hann gerði fyrir rúmum áratug, við góðar undirtektir.

Aðsend frétt frá Ljóðasetri Íslands.


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst