Matthías leggur Ljóðasetrinu lið
sksiglo.is | Almennt | 12.06.2011 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 319 | Athugasemdir ( )
Matthías Johannessen skáld hefur afhent Ljóðasetri Íslands á Siglufirði tugi ljóðabóka eftir sig og aðra.
Verða þær komnar á sinn stað þegar setrið verður vígt föstudaginn 8. júlí. Matthías hitti Þórarinn Hannesson, forstöðumann Ljóðasetursins, í Reykjavík í gær, lýsti mikilli ánægju með hugmyndina og taldi Siglufjörð tilvalinn stað fyrir setrið, enda væri hann menningarbær frá fornu fari.
Aðsend frétt frá Ljóðasetri Íslands.
Athugasemdir