Vigdís vígir Ljóðasetrið á Siglufirði á föstudaginn

Vigdís vígir Ljóðasetrið á Siglufirði á föstudaginn Ljóðasetur Íslands á Siglufirði verður formlega tekið í notkun föstudaginn 8. júlí við hátíðlega

Fréttir

Vigdís vígir Ljóðasetrið á Siglufirði á föstudaginn

Ljóðasetrið bætist í hóp margra merkra safna sem fyrir eru á Siglufirði og hafa vakið athygli ferðamanna.
Ljóðasetrið bætist í hóp margra merkra safna sem fyrir eru á Siglufirði og hafa vakið athygli ferðamanna.
Ljóðasetur Íslands á Siglufirði verður formlega tekið í notkun föstudaginn 8. júlí við hátíðlega athöfn sem hefst kl. 15. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands vígir setrið, en hún er þekkt fyrir áhuga sinn á ljóðum.

Þórarinn Eldjárn og fleiri ljóðskáld munu lesa upp úr verkum sínum og flutt verður áður óbirt ljóð eftir Matthías Johannessen, sem hann hefur afhent setrinu. Þá munu kvæðamenn kveða.


Á Ljóðasetri Íslands eru hátt á annað þúsund íslenskar ljóðabækur, gamlar og nýjar. Flestar hafa þær verið gefnar og verður getið um gefendur við vígsluna, meðal annars eina stórgjöf. Gestir setursins geta fengið að lesa bækurnar í hlýlegu umhverfi og fengið sér kaffi eða te í leiðinni. Á veggspjöldum er rakin þróun íslenskrar ljóðlistar og sýndir eru gripir sem tengjast sögunni. Á hverjum degi verður boðið upp á ýmsa viðburði svo sem ljóðalestur, fyrirlestra og flutning á tónlist sem tengist ljóðum.

Ljóðasetrið á Siglufirði er að Túngötu 5. Það verður opið alla daga í sumar frá kl. 14 til kl. 18. Þar er hægt að fá keyptar ljóðabækur og eru sumar þeirra fágætar. Forstöðumaður safnsins er Þórarinn Hannesson.

Upplýsingar veita Þórarinn Hannesson í síma 865-6543 og Guðmundur Skarphéðinsson í síma 892-1846.

Mynd og texti: Aðsent frá Ljóðasetri Íslands, 3. júlí 2011.




Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst