Þétt dagskrá á Ljóðasetrinu.

Þétt dagskrá á Ljóðasetrinu. Næstu dagana verður óvenju mikið um að vera á Siglufirði því fimmtudaginn 21. júlí nk. hefjast Síldardagar og í framhaldi af

Fréttir

Þétt dagskrá á Ljóðasetrinu.

Vigdís Finnbogadóttir og Þórarinn Hannesson.
Vigdís Finnbogadóttir og Þórarinn Hannesson.
Næstu dagana verður óvenju mikið um að vera á Siglufirði því fimmtudaginn 21. júlí nk. hefjast Síldardagar og í framhaldi af þeim sjálft Síldarævintýrið. Ýmsir fjölbreyttir viðburðir verða á dagskránni sem hægt er að kynna sér á fm.trolli.is sem og í prentaðri dagskrá.

Ljóðasetrið mun bjóða upp á ýmsa viðburði og er hægt að kynna sér þá hér á síðunni. Má t.d. nefna að Örlygur Kristfinnsson mun líta í heimsókn og segja frá veru Steins Steinarrs á Siglufirði, Páll Helgason mun fara með limrur sínar af Fólkinu á brekkunni, barnadagskrár verða í boði og opnuð verður sýning tileinkuð siglfirskum kveðskap svo eitthvað sé nefnt.

Texti af heimasíðu:  ljodasetur.123.is
Mynd: GJS


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst