Ljóðahátíðin Glóð 15.-17 sept

Ljóðahátíðin Glóð 15.-17 sept Þórarinn Hannesson er þessa dagana að leggja lokahönd  á undirbúning ljóðahátíðarinnar Glóðar sem fer fram á Siglufirði

Fréttir

Ljóðahátíðin Glóð 15.-17 sept

Ljóðasetur Íslands
Ljóðasetur Íslands
Þórarinn Hannesson er þessa dagana að leggja lokahönd  á undirbúning ljóðahátíðarinnar Glóðar sem fer fram á Siglufirði dagana 15.-17. sept. og er þetta 5. árið í röð sem hún er haldin.


Sem fyrr eru það Félag um Ljóðasetur Íslands og Ungmennafélagið Glói sem standa að hátíðinni. Von er á a.m.k. einu þjóðþekktu skáldi, nokkrir viðburðir verða á Ljóðasetrinu og nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar taka virkan þátt líkt og áður. Dagskráin verður auglýst hér innan tíðar.

Á fyrstu sex vikunum sem Ljóðasetrið var opið komu 1.100 manns í setrið. Margir hafa lesið upp úr verkum sínum má þar t.d. nefna Þórarin Eldjárn, Örlyg Kristfinnsson, Pál Helgason, Ara Trausta Guðmundsson og Þórarin Hannesson.

Þess má einnig geta að í gærmorgun kom fyrsti skólahópurinn í heimsókn í setrið en þar var á ferðinni annar 10. bekkurinn í Grunnskóla Fjallabyggðar og hinn heimsækir setrið á næstu dögum. Var þetta liður í undirbúningi nemenda fyrir samræmda prófið í íslensku þar sem ljóð og bragfræði er einn af prófhlutunum. 



Þórarinn Hannesson og Þórarinn Eldjárn



Örlygur Kristfinnsson



Páll Helgason



Ari Trausti Guðmundsson



Matthías Jóhannessen og Þórarinn Hannesson.

Texti: Heimasíða Ljóðaseturs
Myndir: GJS

Myndin af Matthíasi og Þórarni tók Jónas Ragnarsson



Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst