Ljósmyndanámskeið í bláa húsinu við Rauðkutorg

Ljósmyndanámskeið í bláa húsinu við Rauðkutorg 29-30.des verður öðru sinni haldið ljósmyndanámskeið þar sem Sveinn Hjartarson ljósmyndari leiðbeinir

Fréttir

Ljósmyndanámskeið í bláa húsinu við Rauðkutorg

Sveinn Hjartarson
Sveinn Hjartarson

29-30.des verður öðru sinni haldið ljósmyndanámskeið þar sem Sveinn Hjartarson ljósmyndari leiðbeinir áhugasömum gegnum helstu atriði myndavélarinnar. Að þessu sinni verður lögð áhersla á það hvernig taka má fallegar áramótamyndir.

 

Síðast þegar námskeiðið var haldið var góð mæting og létu menn vel af því sem þeir þar lærðu. Að fá skilning á grunnatriðum mynduppbyggingar hjálpar fólki að taka mun skemmtilegri myndir og leggja áherslu á rétta staði.

Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum notendum á stafrænum spegilmyndavélum.
Sveinn er okkur að góðu kunnur en hann starfar nú sem ljósmyndari í Danmörku en finnst hvergi betra að vera á jólunum en á Siglufirði.


Kennt er hvernig á einfaldan hátt er hægt að taka enn betri myndir og hvað þarf að gera til að ná hámarks gæðum úr myndavélinni. Farið verður yfir stillingar á myndavélinni og virkni takka.

Kennd eru grunnatriði í ljósmyndatækni : Ljósop, hraði, ISO, WB, RAW skrá, dýptarskerpa, ljósmæling og fleira.

Farið verður í grunnatriðin  mynduppbyggingar og t.d. jólaljósa og flugeldamyndatöku.
 

Námskeiðið verður haldið í bláahúsinu við Rauðkutorg 29. og 30. Desember n.k. frá kl. 16:30 – 19:00 báða dagana.


Námskeiðið kostar 7.000.- Kr.

Áhugasamir skrái sig hjá Gulla Stebba í síma 868-7291 eða senda tölvupóst á gunnlaugursg@simnet.is


Athugasemdir

17.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst