Ljósmyndarinn Fiann Paul heimsækir Fjallabyggð

Ljósmyndarinn Fiann Paul heimsækir Fjallabyggð Óskar eftir konum með börn á brjósti til samstarfs vegna ljósmyndaverkefnis. Ljósmyndarinn og

Fréttir

Ljósmyndarinn Fiann Paul heimsækir Fjallabyggð

Ljósmyndarinn Fiann Paul
Ljósmyndarinn Fiann Paul

Óskar eftir konum með börn á brjósti til samstarfs vegna ljósmyndaverkefnis. Ljósmyndarinn og afreksmaðurinn Fiann Paul mun heimsækja Fjallabyggð í næstu viku. Mun hann setja upp ljósmyndasýningu sína „Þaðan sem norðanvindurinn kemur, býr fólk með gott hjartalag“ á Síldarminjasafninu.

Um er að ræða 32 stórar ljósmyndir sem sýna arfleifð Inúíta á Grænlandi en Fiann hefur dvalið þar löngum stundum. Hann hefur búið á Íslandi um árabil, er afreks íþróttamaður og keppir fyrir Íslands hönd í róðri. Fiann Paul hefur til að mynda sett tvö heimsmet í róðri yfir Atlantshafið á árabáti frá ströndum Afríku til S-Ameríku og undirbýr sig nú af kappi fyrir heimsmeistaramót í róðri yfir Indlandshaf sem haldð verður á næsta ári.

Auk þess hefur Fiann ljósmyndað íslenskar konur við brjóstagjöf. Hann telur íslenskar konur öðrum fremri og leiðandi í heiminum er kemur að brjóstagjöf og hefur nú þegar myndað konur á Vestfjörðum. Fiann óskar eftir að geta myndað norðlenskar konur á sínum heimaslóðum er hann heimsækir Fjallabyggð.

Norðlenskum mæðrum sem hafa áhuga á að taka þátt í ljósmyndaverkefninu er bent á að hafa samband við Anitu Elefsen (elefsen@gmail.com) – allar þær konur sem taka þátt í verkefninu munu fá senda ljósmynd í fullum gæðum frá ljósmyndaranum. Hér má sjá umfjöllum um ljósmyndaverkefnið á Vestfjörðum:

http://www.youtube.com/watch?v=55fy6ys3MBg&list=PL99A142EAB8F6D06A&in

Texti og mynd: Aðsent



Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst