Ljósmyndasamkeppnin Fugl fyrir milljón

Ljósmyndasamkeppnin Fugl fyrir milljón Í dag 14. maí hefst keppnin Fugl fyrir milljón í samstarfi tveggja fyrirtækja í Fjallabyggð; Brimness hótels og

Fréttir

Ljósmyndasamkeppnin Fugl fyrir milljón

Verðlaunamynd
Verðlaunamynd
Í dag 14. maí hefst keppnin Fugl fyrir milljón í samstarfi tveggja fyrirtækja í Fjallabyggð; Brimness hótels og bústaða í Ólafsfirði og Rauðku á Siglufirði, sem rekur veitinga og kaffihúsin Kaffi Rauðku og Hannes Boy Café.

Keppnin snýst um að ná sem bestum ljósmyndum af fuglum á Tröllaskaganum og nærliggjandi eyjum og fær
sigurvegarinn 1 milljón króna í verðlaun. Verðlaunaféð er það langhæsta sem veitt er í ljósmyndakeppni á Íslandi og jafnast á við það hæsta sem þekkist í ljósmyndakeppnum út um allan heim.

Áhugasamir ljósmyndarar geta skráð sig til þátttöku hjá Brimnes hóteli og Rauðku í Fjallabyggð (Senda má tölvupósta á hotel@brimnes.is og/eða raudka@raudka.is)

Það er fuglafræðingurinn og fuglaljósmyndarinn Jóhann Óli Hilmarsson sem leiðir dómnefnd, og það var
náttúruljósmyndarinn Einar Guðmann, sem bar sigur úr bítum í keppninni, þegar hún var fyrst haldin árið 2010. Frásögn af því má sjá á síðu Iceland Review.

Skilmálar keppninnar eru þeir að skila verður inn ljósmynd af lifandi fugli, sem tekin er annaðhvort á Tröllaskaganum, í Hrísey, Grímsey, Drangey eða Málmey á tímabilinu 14. maí 2012 til 31. ágúst 2012. Hver þátttakandi getur sent inn þrjár myndir í keppnina og skulu þær teknar einhvers staðar á Tröllaskaganum á því tímabili sem keppnislýsing segir til um.

Skráningargjald er 5.000 krónur og af því renna 1.000 krónur til Fuglaverndar - BirdLife Iceland (www.fuglavernd.is)

Nánari upplýsingar um tilhögun, skilmála og myndaskil er að finna á heimasíðu keppninnar www.fuglfyrirmilljon.com

Atvinnumenn á sviði fuglaskoðunar og ljósmyndunar hafa verið fengnir til að dæma myndirnar í Fugl fyrir milljón ljósmyndasamkeppninni og verður Jóhann Óli Hilmarsson formaður dómnefndar í ár, í annað sinn. Jóhann Óli er fuglafræðingur og einn þekktasti fuglaljósmyndari Íslands.

Myndir hans hafa verið birtar í tímaritum, bókum, blöðum, sýningum og heimasíðum um allan heim. Hans þekktasta verk er metsölubókin ÍSLENSKUR FUGLAVÍSIR og bók hans um lundann er einnig vel þekkt. Jóhann Óli er formaður Fuglaverndar - BirdLife Iceland.

Keppnin var fyrst haldin sumarið 2010, en þá var það náttúrulífsljósmyndarinn Einar Guðmann, frá Akureyri, sem bar sigur úr bítum og fékk 1.000.000 krónur fyrir, Gyða Henningsdóttir, Akureyri, átti myndina sem lenti í öðru sæti og Sigurður Ægisson, Siglufirði, átti myndina í þriðja sæti.

Texti og mynd: Aðsent


Athugasemdir

22.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst