Ljósmyndasýning Hrólfs í Sparisjóðnum

Ljósmyndasýning Hrólfs í Sparisjóðnum Áhugaljósmyndarinn Hrólfur Baldursson opnaði í dag ljósmyndasýningu í Sparisjóðnum en að eigin sögn hefur hann verið

Fréttir

Ljósmyndasýning Hrólfs í Sparisjóðnum

Áhugaljósmyndarinn Hrólfur Baldursson opnaði í dag ljósmyndasýningu í Sparisjóðnum en að eigin sögn hefur hann verið að fikta sig áfram í ljósmyndun frá 2010.

Ég notast eingöngu við gæða-myndavél af gerðinni Nikon 5100 segir Hrólfur og hnítir í Gulla sem setur sýninguna upp á meðan fréttamaður tekur viðtal við hann. Skoðandi myndirnar á sýningunni sér maður að þar kemur hann niður á hin ýmsu myndefni og því gaman að skoða hvað hægt er að gera, jafnvel með Nicon.

„Ég vil meina að ég sé bezti áhugaljósmyndari sem pabbi þekkir“ segir Hrólfur en verður þó að taka fram að hann hafi ekkert vit á þessu og því megi líklega setja mjög mikið út á myndirnar „því er best að ég láni þér mynd með fréttinni sem hún Ólöf mín tók“ sagði hann í lokinn þegar fréttamaður bað um uppáhaldsmyndina hans með fréttinni. "Ég valdi hárgreiðslumenntunina bara út af speglinum" segir sprelligosinn í lokinn.


Athugasemdir

01.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst