Ljósvíkingar. Nýr ţáttur á Trölla í kvöld kl. 20:00

Ljósvíkingar. Nýr ţáttur á Trölla í kvöld kl. 20:00 Nýr útvarpsţáttur (samt frekar gamlir útvarpsmenn í ţćttinum) hefur göngu sína á Trölla í kvöld

Fréttir

Ljósvíkingar. Nýr ţáttur á Trölla í kvöld kl. 20:00

 Nýr útvarpsþáttur (samt frekar gamlir útvarpsmenn í þættinum) hefur göngu sína á Trölla í kvöld klukkan 20:00, mánudaginn 13 jan (Úff, mánudagurinn 13).

Nafnið á þættinum er "Ljósvíkingar" og eru það Steini Sveins, Árni Heiðar og Hrólfur Bald sem munu reyna að halda um stjórnartaumana í þættinum.
 
Farið verður um víðan völl og mjög hugsanlega verða einhver mál krufin til mergjar en líklega mun engin vitræn niðurstaða fást í þau mál.
 
Spurningakeppni Almættisins verður á dagskrá. Hér er Almættið sjálft með sinn tengilið inn í útvarpið og mun framreiða spurningar fyrir stjórnendur þáttarins og gesti sem koma í settið.
 
Og svo að sjálfsögðu verða aðrir dagskrárliðir þar einnig en þáttarstjórnendur munu líklega taka sér smá tíma í að slípa þetta allt saman til.
 
Og að sjálfsögðu verður boðið upp á að hringja inn ef dagskrárstjórar kunna á símann og tækin.
 
Hægt er að hlusta á stór Fjallabyggðarsvæðinu á 103,7 MHz og svo að sjálfsögðu er hægt að hlusta á netinu á fm.trolli.is

Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst