LÓ, lokasýning á Sex í sveit

LÓ, lokasýning á Sex í sveit Leikfélag Ólafsfjarðar mun sýna laugardaginn 28. april kl. 21:00, síðustu sýningu af farsanum Sex í sveit eftir Marc

Fréttir

LÓ, lokasýning á Sex í sveit

Sex í sveit
Sex í sveit

Leikfélag Ólafsfjarðar mun sýna laugardaginn 28. april kl. 21:00, síðustu sýningu af farsanum Sex í sveit eftir Marc Camoletti, en Gísli Rúnar Jónsson þýddi og staðfærði.

Leikstjóri er Saga Jónsdóttir og sýnt er í Tjarnarborg. Sex í sveit er farsi af hröðustu gerð, og áhorfendur þurfa að hafa sig alla við til að fylgjast með flækjunni og innbyrða alla brandarana um leið.

Verkið er hefðbundinn framhjáhaldsfarsi þar sem næstum allir hafa eitthvað að fela, og smám saman verða aðferðirnar til að fela það enn pínlegri en það sem upphaflega átti að halda leyndu. Úr verður fyndin flækja sem leysist í raun ekki, lausnin minnir meira á vopnahlé en friðarsáttmála.

Leikarar í sýningunni eru Gunnar Ásgrímsson, Daníel Pétur Daníelsson, Dana Jóna Sveindóttir, Þuríður Sigmundsdóttir, Una Matthildur Eggertsdóttir og Sigmundur Agnarsson.

Miðaverð á sýninguna er 3.000.- kr. en fyrir börn yngri en 15 ára og eldriborgara 2.000.- kr. 
Miðasala er hjá Helenu í síma 845-3216 og í Tjarnarborg í síma 466-2188.

Ekki láta þessa sprenghlægilegu sýningu fram hjá þér fara.

Texti og mynd: Aðsent




Athugasemdir

23.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst