Lóa á Allanum á leið á heimsmeistaramót

Lóa á Allanum á leið á heimsmeistaramót Lóa á Allanum er á leið á heimsmeistaramót í pílu. Það er ekkert öðruvísi.

Fréttir

Lóa á Allanum á leið á heimsmeistaramót



Lóa á Allanum er á leið á heimsmeistaramót í pílu. Það er ekkert öðruvísi.

Heimsmeistaramótið fer fram í St. Johns í Canada og fer Lóa út 30. sept til að keppa.

Lóa á von á því að þetta verði frekar erfitt, að sjálfsögðu, en hún er nú á fullu að undirbúa sig fyrir mótið.

Ég spurði hana að því í hverju undirbúnginurinn fælist og hvort það væri eitthvað skokk og svoleiðis í þessum upphitunum og æfingum fyrir mót en hún segir að svo sé ekki (sem er mjög gott fyrir til dæmis mann eins og mig, sem á erfitt með alla svona óþarfa hreyfingu).

Aðal málið segir Lóa að sé að ná að vera róleg og yfirveguð á meðan keppni stendur og hugsa nákvæmlega ekki um neitt annað en píluna og spjaldið.

Ég varð að taka einn leik við hana Lóu sem ég (já ég get svo sem viðurkennt af því að hún er að fara á heimsmeistaramót og er alveg nokkuð góð í pílukasti) alveg hreint skít tapaði.

Lóa óskaði eftir styrkjum frá bæjarbúum og fyrirtækjum og hefur það að hennar sögn gengið vel og hún orðin sátt og þurfi ekki meira og er mjög þakklát þeim sem hafa styrkt hana í þessu.

Ísland sendir að þessu sinni 2 konur og 4 karla og þurfa þau að standa allann straum af kostnaði sjálf.

Ég hef fulla trú á henni Lóu og vonandi gengur henni vel, henni gekk allavega ágætlega að rústa mér í pílunni.


Frábær árangur hjá Lóu og það verður gaman að fylgjast með þessu hjá henni.

píla

píla

píla

píla

píla


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst