Lokahóf meistaraflokks KF á Allanum 29. september!
Ef það er ekki tími til að fagna 1. deildar sætinu nú um komandi helgi þá kemur sá tími aldrei. Lokahóf meistaraflokks KF verður haldið laugardaginn 29. september í Allanum á Siglufirði. Boðið verður uppá fordrykk, kvöldverð og frábæra skemmtidagskrá.
Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst 20:00 Veislustjóri verður Sólmundur HólmSólmundarson eftirhermukóngur Íslands.
Að lokahófi loknu hefst dansleikur og verður hann í umsjá Gunnars Ólasonar úr Skítamóral ásamt hljómsveit og munu þeir leika alla helstu slagara Skítamórals. Dansleikurinn hefst klukkan 00:00.
Ársmiðahafar KF eiga rétt á einum miða á lokahófið, athugið að dansleikur er ekki innifalinn. Verð á lokahóf er 3.500 kr, á lokahóf og dansleik 5.000 kr og á dansleikinn eingöngu 2.000 kr.
Síðasti skráningardagur á lokahóf er miðvikudagur 26. september. Skráning fer fram hjá Brynjari í síma 898-7093 eða á kf@kfbolti.is
Aldurstakmark á lokahófið er 18. ára.
Texti og mynd: Aðsent
Athugasemdir