Lokakvöld Glóðar
sksiglo.is | Almennt | 20.09.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 512 | Athugasemdir ( )
Ljóðahátíðinni Glóð lauk með skemmtilegri kvöldstund í Ljóðasetrinu þar sem boðið var upp á ljóðalestur, tónlist og gamanmál í bland við léttar veitingar.
Páll Helgason og Sigurður Helgi Sigurðsson fóru á kostum í flutningi á eigin kveðskap, Þórarinn Hannesson flutti eigin lög og ljóð auk þess að fara með gamansögur og Guðni Brynjólfur Ásgeirsson las ljóð, m.a. frumsamin. Gestir skemmtu sér afar vel og var þetta góður lokapunktur hátíðarinnar í ár.Í ljóðasamkeppni hátíðarinnar, sem nemendur 8. og 9. bekkjar tóku þátt, í bárust tæplega 50 ljóð. Að venju valdi dómnefnd þrjú ljóð sem þeim þótti skara fram úr og höfundar þeirra voru: Baldvin Snær Eiðsson Mörköre, Jódís Jana Helgadóttir og Lára Þorsteinsdóttir Roelfs.
Alls voru lesin ljóð fyrir um 300 manns þessa þrjá daga sem hátíðin stóð yfir og er það heldur minna en oft áður en hátíðin var nú haldin í sjötta sinn.Þórarinn Hannesson með gítarinn flutti eigin lög og ljóð
Sigurður Helgi Sigurðsson fór á kostum í flutningi á eigin kveðskap,
það sama gerði Páll Helgason
Guðni Brynjólfur Ásgeirsson las ljóð, m.a. frumsamin.
Þórarinn Hannesson flutti eigin ljóð auk þess að fara með gamansögur
Gestir
Gestir
Finbarr Murphy og Guðni Brynjólfur
Kristín Anna, Elín Anna og Bergljót
Texti: ÞH
Myndir: GJS
Athugasemdir