Lumar þú á næsta Gulleggi?
Gulleggið, frumkvöðlakeppni Innovit fer nú fram í sjötta sinn. Markmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir einstaklinga til þess að
öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda. Allir þeir sem luma á viðskiptahugmynd eru hvattir til þess að
senda hana í keppnina fyrir 20. janúar næstkomandi.
Gulleggið er lærdómsferli þar sem þátttakendur fá endurgjöf og aðstoð við að móta hugmyndir sínar og eiga kost á
að sækja námskeið á vegum Innovit og bakhjarla keppninnar. Á námskeiðunum er farið yfir öll helstu atriðin sem eiga við í
mótun viðskiptahugmynda og gerð viðskiptaáætlana, t.d. markaðssetningu og sölu, áætlanagerð, skipulag og ferla og
lögfræðitengd atriði.
Tíu viðskiptahugmyndir keppa til úrslita og eiga kost á að vinna til veglegra verðlauna. Heildarverðlaun Gulleggsins nema um 3.000.000 króna.
Þátttaka í Gullegginu er skemmtileg og krefjandi áskorun sem nýtist til framtíðar. Nánari upplýsingar má finna á www.gulleggid.is. Fullur trúnaðar ríkir vegna
þeirra hugmynda sem sendar eru inn í keppnina.
Athugasemdir