Magnaður fundur sem kom á óvart

Magnaður fundur sem kom á óvart Vá hvað það var rangt hjá mér, en fyrirfram ákveðnir fordómar mínir fyrir fundum hjá ríki, sveitar og bæjarfélögum gerðu

Fréttir

Magnaður fundur sem kom á óvart

http://i.ytimg.com/vi/iO92jqYBsk0/0.jpg
http://i.ytimg.com/vi/iO92jqYBsk0/0.jpg

Ég fór á fund hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðarsvæðisins og Vaxtaþróunarfélags Eyjafjarðar sem var haldin í ráðhúsi Siglufjarðar (Fjallabyggðar) fimmtudaginn 21. mars. Fyrirfram ákveðnir fordómar mínir fyrir fundum hjá ríki, sveitar og bæjarfélögum gerðu það að verkum ég var með kvíðahnút í maganum fyrir mögulega leiðinlegum fundi, hrotum og svefnslefi.

En maður minn, fjúkk hvað þessir fordómar mínir breyttust. Þetta var alveg meiriháttar fundur og þeir sem voru með kynninguna voru mjög skemmtilegir og þolinmóðir við mann eins og mig, mann þarf helst að láta tyggja ofaní mig allt sem tengist umsóknareyðublöðum og öðrum þess háttar pappírum og skriffinsku. Mann sem á mjög erfitt með að gera mig skiljanlegan í stuttu máli, og hvað þá skrifuðu.

Ef þú ert með hugmynd í litla kollinum þínum, sama hversu vitlaus sem þú heldur að hugmyndin sé, gæti sú hugmynd í raun verið snilldin ein. Ég skil það sem svo (í stuttu máli og fyrir mann sem er meðaltregur á umsóknir og skriffinnsku) að hafir þú hugmynd af einhvers konar fyrirtæki eða framleiðslu sem ekki eru á staðnum fyrir þá er gott að kynnast þessum kauðum í AFE og VAXEY. Ef við tökum flugvélaframleiðslu eða hrossanautagúllas pökkun sem dæmi eða jafnvel saumavélanálaframleiðslu fyrir Zinger eða Overlock, þá er þetta eitthvað sem þú þarft að skoða (þetta þarf samt kannski að vera innan skynsamlegra marka). Ef þessi hugmynd getur gefið af sér starf eða störf á þínu svæði, Fjallabyggð til dæmis, þá þarftu að skoða þetta. Þú getur fengið hjálp við þetta ef þú ert með góða hugmynd og leitar eftir hjálpinni.

Ég vona að sem flestir sem hafa einhverja hugmynd í kollinum og langar að reyna að komast áfram með hana, reyni fyrir alla muni að mæta á næsta fund. Það sem til ég hefði tildæmis viljað sjá á síðasta fundi er meira, miklu meira, af ungu fólki.

Mér skilst að næsti fundur verði haldin á Rauðku 15. apríl næstkomandi. Rúsínan í pylsuendanum er meira að segja sú að þú færð frítt að borða líka. Þetta er win-win dæmi, frír matur og hugsanlega kominn í bissnes með litlu hugmyndina af rafdíóðuplankastrekkjaranum sem þú ert búin að rogast með í heilaberkinum í mörg ár. Ég skora á þig að mæta.

Kv.Hrólfur Baldurs.

Vissi ekki af lyftunni

Finnur á leið á fundinn, hann vissi ekki að lyftan væri komin í lag.

Vissi ekki af lyftunni

Ég hefði geta leiðrétt hann áður en hann fór aftur niður.


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst