Magnús Pálsson og ljóðið um Siglufjörð
sksiglo.is | Almennt | 08.11.2013 | 15:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 569 | Athugasemdir ( )
Magnús Pálsson sendi okkur ljóð fyrir stuttu síðan sem hann orti um Siglufjörð. Ljóðið um Siglufjörð sem Magnús Pálsson eða Maggi Páls orti og við birtum á siglo.is ( sjá hér ) er nú komið í sölu og er á steinplatta.
Ég spurði Magnús út ljóðið sem er á steinplattanum er.
Svarið er hér fyrir neðan.
Áramótin 1974 er ég staddur í gleðskap í Reykjavík
hjá Lilju Pálsdóttur systur minni. Á þeim tíma var lagið "Undir bláhimni" mikið spilað og í áramótagleðskap var
þetta lag yfirleitt spilað og sungið hástöfum með.
Þegar allir fóru út að fylgjast með flugeldasýningu og að
sjálfsögðu sjálfir að skjóta upp flugeldum varð ég eftir inni.
Þegar ég var orðin einn eftir inni varð mér hugsað heim á
Siglufjörð. Ég sest í stól og ligni aftur augunum og sé fyrir mér æskuna og fjörðinn sjálfan, Hvanneyrarskálina og allt sem
Siglufjörður hafði ungum dreng upp á að bjóða og má segja að ég hafi gleymt mér á áramótunum í Reykjavík
og fannst ég vera kominn heim á Siglufjörð.
Þegar fólkið kom inn frá því að horfa á
flugeldasýninguna og flugeldaskotum sem var fyrir utan var textinn tilbúinn og að sjálfsögðu var "Undir bláhimni" notað sem undirspil.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um
Siglufjarðar-stein-plattana.
Netfang : pollyanna@pollyanna.is
Gíslína í síma 896-1565.
Athugasemdir