Margra metra há gusa
Þegar ég ók frá Ólafsfirði í gær og inn á Siglufjörð var mér litið út á flugvöll þar sem ég sá margra metra háa snjógusu þyrlast út í loftið og velti því fyrir mér hvað væri að gerast.
Þegar betur var að gáð reyndist þarna payloader á ferð að blása snjó af flugvellinum, væntanlega til að halda honum opnum fyrir sjúkraflug eða þær örfáu rjúpur sem sluppu við jólaborðið þetta árið.
Ekki var annað hægt en að draga upp fínu myndavélina mína á símanum og taka myndir af herlegheitunum, sem og ég gerði. Er ég smellti síðustu myndinni af varð ég þó mjög feginn þar sem ég sá Steingrím renna inn á svæðið með ofurmyndavélina og stóru linsuna. Hann náði mun betri mynd en ég á samsunginn minn og sótti ég hana því á vefinn hjá honum www.sk21.is.
Athugasemdir