Margt smátt gerir eitt stórt

Margt smátt gerir eitt stórt Nú nálgast jólahátíđin hratt, og viđ reynum ađ vera ađeins betri en áđur, og hjálpast ađ viđ ađ gera lífiđ ađeins bćrilegra.

Fréttir

Margt smátt gerir eitt stórt

Hjálpumst ađ
Hjálpumst ađ

Þessa dagana eru félög og fyrirtæki að safna fyrir ýmis góð málefni.  Nú nálgast jólahátíðin hratt, og við reynum að vera aðeins betri en áður, og hjálpast að við að gera lífið aðeins bærilegra.

Um helgina bjóða t.d. Smástrákar, sem er ungliðahreyfing Björgunarsveitarinnar, upp á bílaþvott, alþrif og bón, í því skyni að safna fé til góðra mála. Hægt er að panta tíma hjá Magga í síma: 847-4582, eða Ragnari í síma: 865-4922

Svo eru Landflutningar að flytja jólapakka til og frá Fjallabyggð og láta flutningsgjaldið renna óskipt til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga UÍF.  Afgreiðsla Landflutninga er að Grundargötu 22 á Siglufirði og Pálsbergsgötu 1 Ólafsfirði.


Athugasemdir

22.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst