Markaðssetning Skemmtiferðaskipa

Markaðssetning Skemmtiferðaskipa Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að höfnin verði markaðssett með tilliti til komu

Fréttir

Markaðssetning Skemmtiferðaskipa

Clipper Adventurer
Clipper Adventurer
Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að höfnin verði markaðssett með tilliti til komu skemmtiferðaskipa. Formaður hefur fundað með Ágústi Ágústssyni markaðsstjóra Faxaflóahafna og Cruise Iceland nýverið. 


Ágúst leggur til að í byrjun verði farið í ódýra og beina markaðssetingu og valin skipafélög, verkefnið edurskoðað eftir þrjú ár.

Síldarminjasafnið hefur boðist til að leggja til starfsmann í markaðsmál þann tíma. Anita Elefsen mun sinna markaðssetningu á höfninni. Næstkomandi föstudag verður haldinn ársfundur Cruise Iceland á Flúðum. Þangað munu mæta fulltúar Evrópskra skipafélaga og gefst fundargestum tækifæri til að kynna hafnir sínar og viðkomustaði.

Mikilvægt er fyrir Siglufjörð að ná til evrópsku skipafélaganna, því skip þeirra eru smærri en þau amerísku og komast hlutfallslega fleiri evrópsk skip en amerísk inn fjörðinn.
Bókaðar hafa verið tvær skipakomur í sumar, önnur í júní og hin í ágúst. Auk þess hafa fjórir hópar skipafarþega sem leggja að bryggju á Akureyri boðað komu sína á Síldarminjasafnið. 






Minerva





Clipper Odyssey siglir út fjörðinn 31. júlí 2011

Texti: Aðsendur
Myndir: GJS


Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst