Markaðssetning á Siglufjarðarhöfn
Aníta Elefsen mætti á fund Hafnarstjórnar Fjallabyggðar og fór yfir tillögur sínar og upplýsingar um markaðssetningu hafnarinnar.
Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í kostnaði við Alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu, ráðstefnu og kynningu í Kaupmannahöfn og kynningarefni fyrir fram komin verkefni og er áætlaður kostnaður um 500 þúsund.
Þetta kemur fram í bókun Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 45. fundi sem haldinn var 11. febrúar s.l.
Mynd af skemmtiferðaskipinu Spirit of Adventure í Siglufjarðarhöfn, myndin er fengin af vef Síldarminjasafnsins
Athugasemdir