Meintur heimsendir dregur dilk á eftir sér
Komið hefur í ljós að í umferð eru a.m.k. tvær útgáfur af dagatölum, sem sýna bóndadag 2013 á tveimur mismunandi dagsetningum...
Ekki er með öllu talið útilokað að þetta séu afleiðingar meints heimsendis, og þar með endaloka tímatals, - það er þó ekki engan veginn sannað.
Á bóndadag - sem er alltaf föstudagur - er hefð fyrir þorrablótum í Ketilási og hjá Kiwanismönnum á Siglufirði, auk þess sem Kvenfélag í Ólafsfirði heldur sitt þorrablót laugardaginn eftir bóndadag.
Tímatals-spekúlantar KKS hafa náð einróma samkomulagi um að bóndadagurinn í ár verði þann 25. janúar n.k.
Karlakórsmönnum finnst því með öllu ófært að halda hið árlega KKS þorrablót um þá sömu helgi, eins og auglýst hefur verið.
Þess í stað er ákveðið að KKS Þorrablótið verður laugardaginn 2. febrúar, í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Smávegis um bóndadag:
Þorri er eitt af gömlu íslensku mánaðarheitunum. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á bóndadegi á föstudegi
í 13. viku vetrar, sem getur verið á bilinu 19. – 26. janúar. Þorranum lýkur á þorraþræl sem er laugardagurinn fyrir konudag og
tekur þá góa við.
Mynd og texti: GSH
Athugasemdir