Meira af mannlífsmyndum helgina 26-28. júlí

Meira af mannlífsmyndum helgina 26-28. júlí Mikið líf var í bænum. Útvarpsstöðin Bylgjan var með beina útsendingu frá Kaffi Rauðku.

Fréttir

Meira af mannlífsmyndum helgina 26-28. júlí

Hérna kemur meira af mannlífsmyndum sem teknar voru helgina 26-28. júlí.

Mikið líf var í bænum.

Útvarpsstöðin Bylgjan var með beina útsendingu frá Kaffi Rauðku og fengu þeir fjélagar mikið af gestum í spjall auk þess sem síldargengið kom og tók fyrir þá lagið.

Svo var frænku hittingur sem samanstóð af örugglega 20-30 syngjandi dömum á öllum aldri og ég veit að það voru allavega 2 bekkjarmót.

Það var líka keppt í sjóstangveiði og ég veit hreinlega ekki hvað og hvað.

Sálin hans Jóns míns spilaði svo á Rauðku á laugardagskvöldið og mikil og góð stemming var á ballinu og skemmtu sér allir konunglega sýndist mér.

Rúsínan í pylsuendanum fyrir mitt leyti var sú að það voru seldir alveg hreint stór huggulegir hamborgarar á Rauðku torginu á meðan ballinu stóð. Sósan í borgurunum var svo góð að ég hugsa að ég hefði getað drukkið cirka eitt glas af sósu með borgaranum ef það hefði verið í boði.

Ég átti meira að segja einn afgangs daginn eftir sem var bara nokkuð góður kaldur, geymdur í jakkafatajakka. Sólin skein skært og hitastigið var allt að því kæfandi, sérstaklega fyrir mann sem er klæddur náttúrlegri ullarpeysu frá toppi til táar.

Ég reyndar þarf að mínusa "toppinn" þarna aðeins, þar er nefnilega meira svona smá melur með einu og einu ræfilslegu sinu strái upp úr.

Annars var þessi helgi alveg hreint meiriháttar, eins og flest allar helgar á Sigló í sumar.

helgin2

helgin2

helgin2

helgin2

helgin2

helgin2

Meira af myndum hér


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst