Meiriháttar jákvćđar leikskólafréttir
sksiglo.is | Almennt | 17.01.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 697 | Athugasemdir ( )
Samkvæmt bréfi sem foreldrar leikskólabarna fengu frá leikskólanum
Leikskálum á Siglufirði þá hefur umsóknum um leikskóladvöl fjölgað umtalsvert.
Til að koma til móts við aukna ásókn og stækkandi skóla var
leitað til grunnskólans um aðstöðu fyrir elstu börnin. Grunnskólinn tók mjög jákvætt í þessa beiðni og börnin
færa sig í neðra skólahúsið nú í febrúar.
10 börn koma til með að fara í grunnskólann og að
sjálfsögðu munu 2 leikskólakennarar fylgja börnunum.
Við breytingarnar verða svo tilfærslur á milli deilda á Leikskálum,
bæði hjá kennurum og börnum.
Flott þróun og vonandi verður áframhald á umsóknum í
leikskólann.

Athugasemdir