Meirihluti hafnar Icesave-lögunum

Meirihluti hafnar Icesave-lögunum Meirihluti Íslendinga, eða tæp 55 prósent, hyggst hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag.

Fréttir

Meirihluti hafnar Icesave-lögunum

Mynd fengin af vef ruv.is
Mynd fengin af vef ruv.is

Meirihluti Íslendinga, eða tæp 55 prósent, hyggst hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag.
Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði í gær og fyrradag og birtir í dag.

Hringt var í 800 manns. 90 prósent sögðu ýmist mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir sæktu kjörfund. 76 prósent gáfu upp afstöðu sína, 24 prósent sögðust ekki hafa gert upp hug sinn. 54,8 prósent ætla að hafna Icesave-lögunum, 45,2 prósent hyggjast samþykkja þau.

Þetta er svipuð niðurstaða og í könnun sem Markaðs og miðlarannsóknir gerðu fyrir Stöð 2 og greint var frá í gærkvöld. Þar sögðust tæp 57 prósent ætla að segja nei og rúm 43 prósent já. Þetta er viðsnúningur frá fyrri könnunum sem allar hafa bent til þess að Icesave-samningurinn verði samþykktur.


Um þrettán þúsund manns hafa þegar greitt atkvæði utankjörfundar á landinu öllu sem er mun meiri þátttaka en þegar kosið var um síðasta samning.


Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst