Menningardagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Menningardagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Föstudaginn 21. sept. kl. 20.00 verður menningardagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Henriette van Egten

Fréttir

Menningardagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Föstudaginn 21. sept. kl. 20.00 verður menningardagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Henriette van Egten opnar sýningu í Kompunni, sem er lítið sýningarrými í miðju Alþýðuhúsinu.

Myndirnar sem Henriette sýnir eru unnar á Hjalteyri undanfarinn mánuð og bera með sér ævintýrablæ eins og listakonunni er tamt. Litskrúðugar myndir unnar með blandaðri tækni.

Henrietta er Hollensk og ein af þremur eigendum bókverkabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam. Hún hefur búið hluta úr ári á Hjalteyri síðastliðin 30 ár og sett upp sýningar á Íslandi í gegnum tíðina, nú síðast í Safnasafninu á Svalbarðsströnd.

Í tilefni sýningarinnar mun Jón Laxdal Halldórsson flytja kvæðadagskrá sem saman stendur af þýddum kvæðum Íslenskra öndvegisskálda ásamt fáeinum frumortum ljóðum.

Einnig mun Jan Voss lesa hina ljóðrænu ferðasögu sína Square One sem út kom 2008.  Jan Voss er Þýskur listamaður, einn af þremur eigendum Boekie Woekie í Amsterdam. Hann hefur líka búið hluta úr ári á Hjalteyri undanfarin 30 ár og sýnt á Íslandi og lesið úr verkum sínum í gegnum tíðina, síðast í Safnasafninu á Svalbarðsströnd.

Alþýðuhúsið á Siglufirði fékk nýtt hlutverk 19. júlí í sumar þegar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnaði húsið eftir gagngerar endurbætur. Nú hýsir það vinnustofu Aðalheiðar og fyrirhugað er að setja upp menningarviðburði á mánaðar fresti sem allmenningur hefur aðgang að.

Allar nánari upplýsingar veitir Aðalheiður í síma 865-5091 eða á www.freyjulundur.is

Texti: Aðsendur

Mynd: Herdís Sigurjónsdóttir


Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst