Sjávarútvegsnám

Sjávarútvegsnám Menntaskólinn á Tröllaskaga og Háskólinn á Akureyri ætla að vinna saman að því að bæta menntun á sviði sjávarútvegs og

Fréttir

Sjávarútvegsnám

Frá vinstri, Anna María Jónsdóttir, Hreiðar Þór Valtýsson, Stefán B. Sigurðsson, Lára Stefánsdóttir og Ögmundur Knútsson
Frá vinstri, Anna María Jónsdóttir, Hreiðar Þór Valtýsson, Stefán B. Sigurðsson, Lára Stefánsdóttir og Ögmundur Knútsson

Menntaskólinn á Tröllaskaga og Háskólinn á Akureyri ætla að vinna saman að því að bæta menntun á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð.

Markmið samstarfsins er að þróa áfram nýtt nám Menntaskólans í fisktækni og uppfylla þannig þarfir atvinnugreinarinnar fyrir vel menntað starfsfólk. Námið á einnig að veita nemendum mikla möguleika á persónulegri starfsþróun og opna þeim ný tækifæri.

Sjávarútvegsfræði hefur verið kennd með góðum árangri í Háskólanum á Akureyri í tvo áratugi. Skortur hefur hins vegar verið á kennslu á framhaldsskólastigi á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu frá lokun Fiskvinnsluskólans og fisktæknibrautar á Dalvík. Í atvinnulífinu vantar fólk með þekkingu og færni til margra sérhæfðra starfa og til að takast á við vaxandi kröfur um gæði og öryggi afurða. Nýju námi MTR í fisktækni er ætlað að bæta úr þessu og skila faglærðu fólki inn í fiskvinnslufyrirtæki og önnur fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi. Námið verður líka grunnur að framhaldsnámi, meðal annars í sjávarútvegsfræðum við HA.

Í nýjum lögum um framhaldsskóla er gerð aukin krafa um samstarf háskóla og framhaldsskóla. Formlegt samstarf MTR og HA á sviði náms í fisktækni og sjávarútvegsfræðum er í samræmi við þá áherslu. Verkefnisstjórn þróar nýja námið í MTR áfram í samráði við skólastjórnendur. Þekking og aðstaða sem skólarnir tveir búa yfir mun nýtast betur en ella hefði verið. Nemendur, starfsmenn skólanna og fyrirtæki í atvinnugreininni munu njóta góðs af.

Á myndinni eru Anna María Jónsdóttir verkefnisstjóri fisktæknibrautar MTR, Hreiðar Þór Valtýsson forstöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar við HA, Stefán B. Sigurðsson rektor HA, Lára Stefánsdóttir skólameistari MTR og Ögmundur Knútsson forseti viðskipta- og raunvísindasviðs HA.

Bestu kveðjur: Anna María Jónsdóttir

Verkefnastjóri fisktæknibrautar MTR




Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst