Metmćting á ljósmyndasýninguna á Skálahlíđ
Frábær þátttaka var á ljósmyndasýningu Sigló.is á Skálahlíð í gær en um þrjátíu manns voru mættir til að fylgjast með ljósmyndunum og fræða aðfluttann starfsmann sigló.is um innihald myndanna.
Það er ávalt mikið gaman á ljósmyndasýningunum á Skálahlíð og margir sem sækja hana, bæði íbúar sem og þeir sem annarstaðar að vilja koma. Stundum vita allir hverjir leynast á myndunum og margt er um margar þeirra að segja, stundum greinir mönnum þó á hverjir þar leynist og er þá gjarnan staldrað við og rökrætt hverjir það geta verið.
Í gær var sérlega góð mæting en um þrjátíu manns voru þar saman komnir og höfðu gaman af.
Athugasemdir