Mikið grjóthrun
Vert er að hafa í huga nú loksins þegar vora tekur að framkvæmdir eru í fjallinu ofan við bæinn. Fréttamaður var á göngu þegar hann rakst á risavaxin grjót sem hrunið hafa niður hlíðina við framkvæmdinar og er því skinsamlegt að hafa varann á.
Nú þegar sólin er tekin að skína og snjórinn að mestu tekinn upp má reikna með því að göngumenn fari á stjá. Vinsælt er að ganga snjóflóðavarnargarðana sem og veginn ofan við þá sem liggur upp í Hvanneyrarskál. Nú eru hinsvegar töluverðar jarðvegsframkvæmdir í gangi ofan við veginn og því afar mikilvægt að gangandi, sem og akandi, vegfarendur fylgist með því hvar vinnuvélarnar eru staddar hverju sinni og forðast að vera á göngu beint neðan við þær.
Athugasemdir