Mikið um að vera á Skíðasvæðinu í Skarðsdal
Margt var um manninn á skíðasvæðinu í Skarðsdal Siglufirði þegar fjöldi ungmenna frá öllu Norðurlandi kom saman í gær.
Öll skíðafélög á Norðurlandi voru í Skarðinu á samæfingu hjá skíðakrökkum, frá Mývatnssveit, Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðárkrók.
Þetta er fyrsta skiptið af þremur í vetur í svokölluðum "Hristingi", sem eins og nafnið bendir til er ætlað til að hrista liðin og byggðarlögin saman og efla skíðaíþróttina. Þátttakendur eru þeir krakkar sem eru skráðir í skíðaæfingar hjá skíðafélögunum á hverjum stað alls um 120 börn, auk 50 fararstjóra og þjálfara. Alls voru um 300 manns í fjallinu í dag.
Hér koma nokkrar myndir.
Myndir og texti: GSH
Athugasemdir