Vindbarinn blakvöllur
sksiglo.is | Almennt | 29.03.2012 | 11:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 1075 | Athugasemdir ( )
Mikið fjárhagslegt tjón varð á strandblaksvellinum á Siglufirði í sunnan roki sem hefur verið síðustu dagana. Sandurinn hefur allur fokið burtu og tjónið verulegt þar sem sandurinn er sóttur til Reykjavíkur og flutningskosnaður mikill.
Nú er ekkert annað en bretta upp ermar og koma vellinum í stand fyrir sumarið og hreinsa svæðið í kring.
Strandblaksvöllurinn var gríðalega vinsæll meðal ferðamanna og bæjarbúa síðastliðið sumar og mun verða það líka í sumar. Við gefumst ekki upp segir tárvotur strandblaksmaðurinn er blaðamaður gekk með honum um svæðið.
Hvet ég fyrirtæki á Siglufirði til að styrkja blakklúbbana til kaupa á sandi fyrir sumarið. En ljóst er að fyrirbyggja verður þetta með yfirbreiðslum svo þetta komi ekki fyrir aftur.




Texti og myndir: GJS
Nú er ekkert annað en bretta upp ermar og koma vellinum í stand fyrir sumarið og hreinsa svæðið í kring.
Strandblaksvöllurinn var gríðalega vinsæll meðal ferðamanna og bæjarbúa síðastliðið sumar og mun verða það líka í sumar. Við gefumst ekki upp segir tárvotur strandblaksmaðurinn er blaðamaður gekk með honum um svæðið.
Hvet ég fyrirtæki á Siglufirði til að styrkja blakklúbbana til kaupa á sandi fyrir sumarið. En ljóst er að fyrirbyggja verður þetta með yfirbreiðslum svo þetta komi ekki fyrir aftur.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir