Miklar annir á Síldarminjasafninu

Miklar annir á Síldarminjasafninu Nú er sumar og blíðviðri dag eftir dag. Ágæt aðsókn er að Síldarminjasafninu og háannatíminn genginn í garð. Á

Fréttir

Miklar annir á Síldarminjasafninu

Nú er sumar og blíðviðri dag eftir dag. Ágæt aðsókn er að Síldarminjasafninu og háannatíminn genginn í garð. Á þriðjudagsmorgni 26. júní stóðu þrjár rútur á hlaðinu við safnið og um 100 gestir komu í heimsókn fyrir hádegi, nær allt útlendingar.

Samtímis voru þungavinnuvélar frá Bás og vörubíll, Skanían hans Ninna, á fullu á svæðinu við að laga aðkomu að safninu og ásýnd þess. Og starfsmenn safnsins þurfa greinilega ekki að þjást af aðgerðaleysi.

Heimasíða: safn@sild.is


Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst