Fimmhundruðþúsund um Héðinsfjarðargöng

Fimmhundruðþúsund um Héðinsfjarðargöng Nærri 200 þús. (leiðrétt) bílar fóru um Héðinsfjarðargöng á síðasta ári, mun fleiri en gert var ráð fyrir þegar

Fréttir

Fimmhundruðþúsund um Héðinsfjarðargöng

57% fleiri bílar fóru um Héðinsfjarðargöng á síðasta ári en Vegagerðin reiknaði með. mbl.is/Sigurður
57% fleiri bílar fóru um Héðinsfjarðargöng á síðasta ári en Vegagerðin reiknaði með. mbl.is/Sigurður
Nærri 200 þús. (leiðrétt) bílar fóru um Héðinsfjarðargöng á síðasta ári, mun fleiri en gert var ráð fyrir þegar gerð ganganna var undirbúin. Þessi fjöldi bendir til þess að 500 þús (leiðrétt) manns hafi farið um göngin, fram og til baka, á árinu.

Meðalumferð um Héðinsfjarðargöng á öllu árinu var 548 bílar á sólarhring, samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Vegagerðarinnar. Er það talsvert meiri umferð en spáð var áður en framkvæmdir hófust. Fyrirfram var reiknað með að 350 bílar færu um göngin á dag og í mesta lagi 500.

Umferðin er því 57% meiri en búast hefði mátt við og tæplega 10% meiri en gert var ráð fyrir í allra bjartsýnustu spám Vegagerðarinnar.

Héðinsfjarðargöngin tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð og þar með Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið. Með þeim skapast möguleiki á hringakstri um Tröllaskaga. Göngin voru tekin í notkun í byrjun október 2010.

Meginhluti umferðarinnar er að sumrinu. Þannig er helmingur ársumferðarinnar á fjórum mánuðum, frá maí til ágúst.


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst