Milos og Nenad áfram með KF

Milos og Nenad áfram með KF Milos Glogovac sem var fyrirliði meistaraflokks karla s.l. sumar hefur ákveðið að framlengja dvöl sína hjá félaginu og spila

Fréttir

Milos og Nenad áfram með KF

Milos Glogovac sem var fyrirliði meistaraflokks karla s.l. sumar hefur ákveðið að framlengja dvöl sína hjá félaginu og spila með KF í 1. deild á næsta ári. Skrifað verður undir eins árs samning á næstu dögum. Milos hefur verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin tvö ár og reynsla hans oft komið liðinu að góðum notum. Milos spilaði 19 leiki í 2.deildinni síðasta sumar og var valinn í lið ársins hjá fótbolti.net annað árið í röð.

Nenad Zivanovic mun spila áfram með KF næsta sumar. Félagið hefur samið við Nenad til eins árs. Nenad spilaði 20 leiki á síðasta keppnistímabili og skoraði 8 mörk. Nenad átti stóran þátt í velgengni liðsins á síðasta sumri mun koma til landsins í byrjun maí. Hann verður að spila með liði í Serbía fram að þeim tíma. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir KF þar sem Nenad býr yfir mikilli reynslu sem mun nýtast vel í baráttunni í 1. deild.


Athugasemdir

25.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst