Starfsmannafélag Já á Akureyri
sksiglo.is | Almennt | 13.09.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 631 | Athugasemdir ( )
Starfsmannafélag
Já á Akureyri hélt í sína lokaskemmtiferð laugardaginn 10.september, en
starfsstöðinni var sem kunnugt er lokað þann 31. ágúst síðastliðinn.
Þótti vel við hæfi að hefja ferðinna á Siglufirði undir frábærri leiðsögn frá Guðmundi Skarphéðinssyni, en nokkrir brottfluttir Siglfirðingar hafa alltaf verið stór hluti af starfsmannahóp Já.
Á Siglufirði var Síldarminjasafnið skoðað og fengið sér kaffi á Kaffi Rauðku. Eftir allt of stutt stopp var svo skundað aftur af stað og haldið til Hofsóss. Á Hofsósi söng Alexandra Chernyshova, óperusöngkona fyrir hópinn í Hofsóskirkju og boðið var upp á dýrindis kaffi og bakkelsi á veitingastofunni Sólvík.
Frá Hofsósi var haldið á Sauðárkrók þar sem Björn Björnsson, fv. skólastjóri fræddi hópinn um helstu kennileiti Skagafjarðar og kíkt var við á ógleymanlegu safnasafni Björns Mikaelssonar, fv. lögreglustjóra. Að lokum var komið við á Byggðasafni Skagfirðinga áður en haldið var til Varmahlíðar.
Á Hótel Varmahlíð fékk hópurinn úrvals þjónustu, 5 stjörnu máltíð og söng og trallaði fram eftir kvöldi undir dyggri stjórn Sigvalda Gunnarssonar frá Löngumýri.
Á sunnudeginum hélt svo hópurinn himinsæll heim á leið og eru íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar svo sannarlega höfðingjar heim að sækja.


Með kveðju: María H. Marinósdóttir
Myndir: GJS
Þótti vel við hæfi að hefja ferðinna á Siglufirði undir frábærri leiðsögn frá Guðmundi Skarphéðinssyni, en nokkrir brottfluttir Siglfirðingar hafa alltaf verið stór hluti af starfsmannahóp Já.
Á Siglufirði var Síldarminjasafnið skoðað og fengið sér kaffi á Kaffi Rauðku. Eftir allt of stutt stopp var svo skundað aftur af stað og haldið til Hofsóss. Á Hofsósi söng Alexandra Chernyshova, óperusöngkona fyrir hópinn í Hofsóskirkju og boðið var upp á dýrindis kaffi og bakkelsi á veitingastofunni Sólvík.
Frá Hofsósi var haldið á Sauðárkrók þar sem Björn Björnsson, fv. skólastjóri fræddi hópinn um helstu kennileiti Skagafjarðar og kíkt var við á ógleymanlegu safnasafni Björns Mikaelssonar, fv. lögreglustjóra. Að lokum var komið við á Byggðasafni Skagfirðinga áður en haldið var til Varmahlíðar.
Á Hótel Varmahlíð fékk hópurinn úrvals þjónustu, 5 stjörnu máltíð og söng og trallaði fram eftir kvöldi undir dyggri stjórn Sigvalda Gunnarssonar frá Löngumýri.
Á sunnudeginum hélt svo hópurinn himinsæll heim á leið og eru íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar svo sannarlega höfðingjar heim að sækja.
Með kveðju: María H. Marinósdóttir
Myndir: GJS
Athugasemdir