Mjög aukin umferð um Múlagöng
sksiglo.is | Almennt | 17.10.2011 | 16:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 392 | Athugasemdir ( )
Heildarumferðin um Múlagöng hefur aukist um 24 prósent í ár frá því fyrir ári síðan miðað við teljara skammt sunnan ganganna. Meðalumferðin það sem af er ári er um 564 bílar á sólarhring.
Meðalumferð ársins (ÁDU) stefnir í 520 - 560 bíla á sólarhring en umferðin (ÁDU) var 453 bílar á sólarhring árið 2010.
Meðalumferðin það sem af er ári um Héðinsfjarðargöng nemur 599 bílum á sólarhring. Arðsemismat Héðinsfjarðarganga miðaði við ÁDU 350 en háspá var áætluð um 500 bílar á sólarhring. Reikna má með að ÁDU í ár verði um 550 bílar á sólarhring. Lesa meira
Vegagerðin: Framkvæmdafréttir
Athugasemdir