Mömmuhópurinn minn vill ungbarnasund

Mömmuhópurinn minn vill ungbarnasund Þegar ég stalst bakdyrameginn inn á Kaffi Rauðku til þess að fá mér kaffibolla þá gekk ég beint í fangið á

Fréttir

Mömmuhópurinn minn vill ungbarnasund

Mömmuhópurinn minn
Mömmuhópurinn minn

Þegar ég stalst bakdyrameginn inn á Kaffi Rauðku til þess að fá mér kaffibolla þá gekk ég beint í fangið á mömmuhópnum mínum. Ég segi mömmuhópurinn "minn" af því ég held að ég sé eini karlmaðurinn í mömmuhópnum. Einhverjir vilja meina að það sé út af því að Ólöf unnusta mín er ekki á fésbókinni. Ég vil meina það að það sé út af því að þær vilja bara hafa mig þarna með. 


Þetta er hópur af hörku duglegum stelpum sem hittast reglulega og fara í göngutúra og koma annað slagið við á einhverjum veitingastað í bænum og fá sér þá yfirleitt vatnsglas og epli, sýndist mér. Það var mikið spjallað og mikið spáð og hlegið en eitt af því sem kom fram var að það væri gaman að geta haft ungbarnasund í Fjallabyggð. Reyndar hef ég oft þurft að hlustað á þessa ræðu frá "spússu" minni og vægast sagt orðin hundleiður á því að hlusta á þetta ungbarnasundstal allt saman.

Er þetta ekki tækifæri fyrir einhvern langlærðan íþróttafræðinginn að nýta sér. Kanna áhugann fyrir þessu, sem mér skilst að sé þónokkuð mikill, og lofa ungabörnunum að smella sér aðeins í sund með mömmum, ömmum, öfum og stundum jafnvel feðrum sínum ef þeir eru ekki að vinna "alltaf hreint" eins og sumir segja.

Það þarf bara að hækka hitastigið í Sundhöll Siglufjarðar einu sinni til tvisvar í viku (ég segi Sundhöll Siglufjarðar af því það er innilaug, á Ólafsfirði er útilaug sem fólk getur nýtt sér í sundæfingar og annað tengt kaldari sundæfingum á meðan Siglufjarðarlaugin er heitari). Þetta er allavega hugmynd sem þyrfti að skoða og myndi vonandi gera glaða mömmuhópinn minn ennþá glaðari.

Ég hef heyrt því fleygt , án þess þó að ég taki nokkra ábyrgð á því, að það sé alls ekkert svo óhollt fyrir ungabörn að fara í sund. Sumir vilja meira að segja meina að það sé hollt.

Mömmuhópurinn

Þarna voru þær að hlæja, að mér pottþétt.

Mömmuhópurinn

Mynd og texti: Hrólfur Baldursson


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst