Mynd vikunnar- Breskt hernámslið.
sksiglo.is | Almennt | 25.03.2011 | 13:30 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 461 | Athugasemdir ( )
,, Árla morguns sunnudaginn 7. júlí 1940 gekk flokksdeild úr Hallamshire Battalion of Yourk and Landcaster Regiment á land á Siglufirði.
Þetta var flokkur um 30-40 Breta, " segir í bókinni Hernámsárin á Akureyri og Eyjafirði ,, og er sagt að von sé á fleirum, " eins og fram kemur í Mjölni þrem dögum síðar.
Þá voru tveir mánuðir frá landgöngunni í Reykjavík. Fram á haust héldu Bretarnir til í Barnaskólanum á Siglufirði, hlóðu sandpokavígi á skólalóðinni og byggðu varðskýli við Öldubrjótinn.
Þá byggðu þeir nokkra bragga á túni Sigurjóns Benediktssonar járnsmiðs, milli Hvanneyrarbrautar og Hlíðarvegar, en túnið hefur síðan verið nefnt Bretatún.






Heimild: Siglfirskur annáll, eftir Þ. Ragnar Jónasson.
Ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar: 03-nn-0129-09a, 31-nn-311-03-Oli Th, 66-nn-035-001, CD COp 01 007, G-2123, G-1892, G-2306.
Athugasemdir